Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Námskeiðið er 4 skipti og fer fram á miðvikudögum milli kl. 13-15 í salnum Lungað á 2. hæð í Lífsgæðasetrinu St. Jó eða á skjánum gegnum zoom, á tímabilinu 1. nóvember til og með 22. nóvember.

Farið er yfir áhrif streitu á taugakerfið, skynnæmi líkamans og hvaða bjargráð geta reynst gagnleg heima, í vinnu og tómstundum til að ná betri tökum á eigin líðan, heilsu og orkustjórnun gegnum ólík hlutverk með því að setja sér mörk við iðju.

Á þessu námskeiði er kjarninn úr iðjuþjálfunarfræðum dreginn saman til að veita þátttakendum persónuleg bjargráð til að auka færni við daglega iðju og vinnu, félagslega þátttöku, draga úr streitu og hvetja til slökunar gegnum fræðslu og verklegar æfingar. Þátttakendur fá tækifæri til að máta sig við ólík hlutverk, styrkleika og bjargráð á námskeiðinu samhliða stuðningi við að yfirfæra það sem hentar þeim yfir á sitt eigið líf.​

Sjá nánar.