Lífsgæðasetur St. Jó

HEILSA – SAMFÉLAG – SKÖPUN

Hlutverk Lífsgæðasetursins er að halda utan um hóp fagfólks og samtaka sem vinna að því að auka lífsgæði fólks.

Við tökum á móti ykkur með hlýhug og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustan er fjölbreytt, boðið er upp á ráðgjöf og samtalsmeðferð, námskeið og fræðslu, stuðning, heilsuvernd og sjúkraþjálfun auk þess sem að Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin og Sorgarmiðstöð hafa aðsetur í húsinu.

Velkomin í Lífsgæðasetrið.

Einstaklingar

Fjölbreytt þjónusta í boði fyrir einstaklinga, meðferð, markþjálfun, ráðgjöf, slökun og viðtöl.

Fjölskyldur og pör

Fjölþætt þjónusta fyrir fjölskyldur og pör, m.a. meðferð, markþjálfun, ráðgjöf, viðtöl og fleira.

Námskeið og virkni

Í Lífsgæðasetrinu er að finna úrval námskeiða og annarrar virkni sem auka vellíðan, ýta undir hreyfingu og aðra færni.

Samtök

Alzheimersamtökin, Parkinsonsamtökin og Sorgarmiðstöð styrkja samfélagið hvert á sinn hátt með veru sinni í St. Jó.

Næstu viðburðir

28 jan

Konur á rófinu

Sjálfsstyrkingarnámskeið ætlað konum og kynsegin einstaklingum sem eru á einhverfurófi eða með grun um að vera á rófinu. Skráning og…

28 jan

Kundalini jóga

Kundalini jóga er öflug og nærandi æfingakerfi sem sameinar hreyfingu, öndun, hugleiðslu og slökun. Markmið tímanna er að auka meðvitund,…

28 jan

Jóga nidra slökun

Jóga Nidra – djúp hvíld og innri ró. Jóga Nidra, sem oft er nefnt jógískur svefn, er leidd djúpslökun sem…

29 jan

Yoga Nidra í janúar

Skráning og nánari upplýsingar

29 jan

Teygjur og slökun morguntímar

Hér sameinum við einfaldar teygjur, mjúkar hreyfingar og endum tímann á djúpslökun eða jóga nidra sem nærir bæði líkama og…

2 feb

Fingrafarið mitt

– Sjálfsstyrkingarnámskeið með taugafræðilegri nálgun Fingrafar er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fólk sem er með grun eða greiningar eins og kvíða, lágt…

2 feb

Rólegt jóga flæði og slökun

Mjúkt jógaflæði fyrir öll. Mildi og mýkt er einkenni þessa tíma sem henta flestum. Hver tími inniheldur öndunaræfingar, mjúkar teygjur…

2 feb

Teygjur og slökun morguntímar

Hér sameinum við einfaldar teygjur, mjúkar hreyfingar og endum tímann á djúpslökun eða jóga nidra sem nærir bæði líkama og…

2 feb

Jóga nidra slökun

Jóga Nidra – djúp hvíld og innri ró. Jóga Nidra, sem oft er nefnt jógískur svefn, er leidd djúpslökun sem…

3 feb

Líkaminn gleymir engu

Sorg býr ekki einungis í hjartanu og huganum hún lifir í líkamanum. Hún sest að í td öxlum, brjóstholi, maga,mjóbaki,…