Lífsgæðasetur

Lífsgæðasetur er staður þar sem samankomin eru fyrirtæki með ýmiskonar starfsemi sem eiga það öll sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti.

Hvað eru lífsgæði?

Lífsgæði eru skynjun einstaklings á stöðu sinni í lífinu í samhengi við eigin menningu og verðmætamat, í tengslum við markmið, væntingar, lífskjör og hluttekt. Hugtakið er víðfeðmt og undir flóknum áhrifum af líkamlegri heilsu einstaklingsins, andlegu ástandi, sjálfstæði, félagstengslum og tengslum hans við umhverfisaðstæður (sjá fræðigrein).

Í stuttu máli eru lífsgæði eða lífskjör ákveðinn mælikvarði á veraldleg, andleg og líkamleg gæði á lífi fólks. Einstaklingar hafa mismunandi gildi og misjafnt hvað einstaklingar telja til lífsgæða.