Umhverfismál

Umhverfisstefna St. Jó

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar í umhverfisstarfi.

Lífsgæðasetur St. Jó fylgir þeirri fyrirmynd og má lesa hér stuttlega um hvernig við leggjum okkar af mörkum til umhverfisins.

Flokkun á rusli

St. Jó flokkar pappa, plast og lífrænan úrgang í samstarfi við þjónustsuaðila ásamt plast-, ál- og glerumbúðum úr sameign.

Orkunotkun

St. Jó lágmarkar orkunotkun með orkusparandi þáttum í endurbótum, aukinni notkun á sparperum í sameign og ljósskynjurum í sameign.

Vatnsnotkun

St. Jó dregur úr vatnsnotkun með notkun á sjálfvirkum blöndunartækjum og sparhnöppum á öllum salernum hússins.