Djúp og varanleg tilfinningatengsl eru forsenda hamingju og velgengni.
Til þess að geta skilið einstaklinginn verður ávallt að líta til þeirra tengsla og jarðvegs sem einstaklingurinn sprettur úr. Hvernig tengslum í frumbernsku var háttað og hvernig fyrri reynsla hefur mótað líf einstaklings. Þannig getum við aldrei skilið tengslahegðun einstaklings eina og sér því tengslahegðun einstaklings verður ávallt til í samspili við aðra.
- Tengslamat býður upp á einstaklings-, para- og
fjölskyldu viðtöl.
- Tengslamat býður upp á endurhæfingu í tengslasamböndum, barna og
umönnunaraðila.
- Tengslamat býður upp á umsjón með umgengni undir eftirliti.
- Tengslamat vinnur að tengslamötum.
- Tengslamat býður upp á námskeið fyrir fagaðila sem starfa með börnum,
bæði í Lífsgæðasetrinu, lokuð námskeið hjá starfsstöðum og við Endurmenntun Háskóla Íslands.
- Tengslamat býður upp á námskeið fyrir fagaðila, foreldra og fósturforeldra
með gestakennurum.
- Tengslamat býður upp á fyrirlestra um tengsl og birtingarmyndir
tengslahegðunar.
- Tengslamat kemur að rannsóknum sem miða að því að skoða tengslahegðun
barna og umönnunaraðila.
- Tengslamat vinnur í samstarfi við aðra fagaðila innan Lífsgæðasetursins svo
unnt sé að veita víðtækan stuðning eftir þörfum hvers og eins.