
Grunnhugmyndafræði mín gengur út á að skoða samskipti milli einstaklinga hvort sem það er í parsambandi, fjölskyldu eða stærra samhengi. Þeirra vellíðan er höfð að leiðarljósi í allri meðferð. Þegar unnið er með einstaklingum eða pörum er oft skoðað samskiptamynstur sem kemur úr uppeldinu eða hefur jafnvel fylgt fólki í gegnum kynslóðirnar. Einnig er lögð áhersla á að skoða þær tilfinningar sem liggja að baki hegðun og samskipta.
Ef um pör er að ræða er áætlunin sú að báðir aðilar mæti saman í viðtöl en á meðferðartímanum getur komið upp sú staða að fólk komi í sitthvoru lagi í einstaka tíma. Í öllum tilfellum eru styrkleikar skoðaðir og þeir notaðir til að vinna með þann vanda sem fólk vill vinna með og finna lausnir á eins stuttum tíma og hægt er.
Aðrar þjónustur

Gleym mér ei
Við erum til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana. Tilgangur félagsins er að styðja við foreldra og aðstandendur þeirra þegar missir á sér stað. Þetta gerum við til að hjálpa til við að varðveita…

Ásbjörg tónlistarkona
Sjálfstætt starfandi tónskáld og tónlistarkona sem sinnir einnig tónlistarrannsóknum.

Svefnráðgjöf
Svefnráðgjöf fyrir börn á aldrinum 0-17 ára.

Seiglan
Seiglan er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga á fyrstu stigum heilabilunarsjúkdóms.
-
- Föstudaga 09:00 - 12:00

Hlöðuloftið – sálfræðistofa
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra. CPS þjálfun fyrir foreldra og ADHD greiningar

Systir photography
Systir photography býður upp á alhliða ljósmyndun