
Kristín Björg Flygenring er sérfræðingur í barnahjúkrun og veitir foreldrum 0-17 ára barna einstaklingsmiðaða svefnráðgjöf. Svefnvandi er nokkuð algengur vandi meðal barna og lýsir sér ýmist sem erfiðleikum við það að sofna o/eða að haldast sofandi og vakna því mjög ört. Svo er stundum óregla í tímasetningum þ.e. börn vaka á nóttunni og sofa á daginn. Kristín leggur áherslu á að hlusta á þarfir hverrar fjölskyldu og aðstoðar foreldra við að finna hvaða svefntaktur hentar hverju barni með mildum leiðum.
Aðrar þjónustur

Hugarsetur
Sálfræðimeðferð fyrir fullorðna

Gleym mér ei
Við erum til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana. Tilgangur félagsins er að styðja við foreldra og aðstandendur þeirra þegar missir á sér stað. Þetta gerum við til að hjálpa til við að varðveita…

Ásbjörg tónlistarkona
Sjálfstætt starfandi tónskáld og tónlistarkona sem sinnir einnig tónlistarrannsóknum.

Seiglan
Seiglan er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga á fyrstu stigum heilabilunarsjúkdóms.
-
- Föstudaga 09:00 - 12:00

Hlöðuloftið – sálfræðistofa
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra. CPS þjálfun fyrir foreldra og ADHD greiningar

Systir photography
Systir photography býður upp á alhliða ljósmyndun