
Ljósmæðurnar Hildur og Helga reka Ljósu. Báðar erum við með áratuga reynslu sem ljósmæður. Ásamt því að reka Ljósu störfum við báðar á Fæðingarvakt Landspítalans. Báðar höfum við mikinn áhuga á öllu sem snýr að meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og lýðheilsu fjölskyldna.
Ljósa er ljósmæðraþjónusta sem býður upp á m.a. Sónarskoðanir, viðtöl, námskeið, hittinga, nálastungur og fleira. Bæði er boðið upp á 2D sónar og 3/4/5D sónar. Hægt er að koma hvenær sem er í 2D sónar en þrívíddarsónar er skemmtilegastur frá 28 viku. Bumbuhittingar hafa verið mjög vinsælir hjá okkur en þar koma saman konur sem eru á svipupum stað á meðgöngunni. Hittingurinn felur í sér fræðslu og spjall og tækifæri fyrir verðandi mæður að kynnast sín á milli og mynda jafnvel minni hópa í framhaldi. Fæðingarfræðslunámskeiðin eru einnig mjög vinsæl og höfum við verið með 1 námskeið í mánuði að meðaltali en fyrirséð að það þarf að auka það.
Við einsetja okkur að veita einstaklingum og pörum persónulega þjónustu.
Aðrar þjónustur

Gleym mér ei
Við erum til staðar fyrir þau sem missa á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana. Tilgangur félagsins er að styðja við foreldra og aðstandendur þeirra þegar missir á sér stað. Þetta gerum við til að hjálpa til við að varðveita…

Ásbjörg tónlistarkona
Sjálfstætt starfandi tónskáld og tónlistarkona sem sinnir einnig tónlistarrannsóknum.

Svefnráðgjöf
Svefnráðgjöf fyrir börn á aldrinum 0-17 ára.

Seiglan
Seiglan er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga á fyrstu stigum heilabilunarsjúkdóms.
-
- Föstudaga 09:00 - 12:00

Hlöðuloftið – sálfræðistofa
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra. CPS þjálfun fyrir foreldra og ADHD greiningar

Systir photography
Systir photography býður upp á alhliða ljósmyndun