Markmið Móðurafls er að efla verðandi mæður svo þær megi fara inn í fæðingu barnsins síns fullar af sjálfstrausti og tilhlökkun, með þekkingu á fæðingarferlinu og hvað þær geta gert sjálfar og með fæðingarfélaga sínum til að stuðla að góðri fæðingarupplifun.
Hjá Móðurafli starfar Dagný Erla Vilbergsdóttir sem býður uppá persónulegan og eflandi stuðning í öllu fæðingarferlinu, hvort sem er með fæðingarmarkþjálfun, þjálfun í fæðingarfærni í litlum hóp með mæðrum og fæðingarfélögum þeirra, douluþjónustu, sængurleguþjónustu eða viðtölum og umönnun eftir erfiða fæðingarreynslu eða missi.
Aðrar þjónustur
Svefnráðgjöf
Svefnráðgjöf fyrir börn á aldrinum 0-17 ára.
Seiglan
Seiglan er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga á fyrstu stigum heilabilunarsjúkdóms.
-
- Föstudaga 09:00 - 12:00
Hlöðuloftið – sálfræðistofa
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra. CPS þjálfun fyrir foreldra og ADHD greiningar
Systir photography
Systir photography býður upp á alhliða ljósmyndun
Heilsuefling Siggu Gunnars
Heilsunudd og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð