Umsókn
Lífsgæðasetur St. Jó hýsir fjölbreytta og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetrið er opið samfélag sem býður meðal annars upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og sköpun.
Hægt er að leggja inn umsókn til að koma með starfsemi í St. Jó. Umsækjendur sem bjóða upp á hefðbundnar og óhefðbundnar meðferðir í Lífsgæðasetri St. Jó þurfa að sýna fram á viðurkennda menntun og starfsleyfi, ef við á.
Í umsókn skal gera grein fyrir eftirfarandi:
- Kynning á umsækjanda/umsækjendum
- Afrit af skírteinum og/eða starfsleyfi, eftir því sem við á
- Greinargóð lýsing á hugmynd/starfsemi
- Hvernig fellur hugmyndin að markmiðum Lífsgæðaseturs?
- Hvaða þarfir eru um húsnæði (stærð, staðsetning, aðstaða, nýting rýma)?
- Rekstraráætlun
Hér má finna dæmi um umsóknarform og dæmi um rekstraráætlun.
Skila skal umsóknum á netfangið [email protected]
Nánari upplýsingar
- St. Jósefsspítali næstu skref (skýrsla samstarfsvettvangs)
- St. Jósefsspítali lokaskýrsla (skýrsla samstarfsvettvangs)
- Heilsustefna – heilsubærinn Hafnarfjörður
- Gjaldskrá
Teikningar af kortavef
Ef nánari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við verkefnastjóra, Gerði Björk Guðjónsdóttur á netfangið [email protected].