
Alzheimersamtökin eru staðsett á 3. hæð Lífsgæðasetursins í Hafnarfirði. Þar er skrifstofa samtakanna auk Seiglunnar sem er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga með heilabilun á stigi vægrar vitrænnar skerðingar.
Alzheimersamtökin vinna að hagsmunamálum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Einnig að auka þekkingu og skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.
Nálgast má frekari upplýsingar um heilabilun og samtökin á alzheimer.is
Við tökum vel á móti ykkur á opnu húsi þann 5. september og mun Harpa Björgvinsdóttir segja frá starfinu í Seiglunni kl. 16.15 hjá okkur á 3. hæðinni.