Yoga Nidra
Nánari upplýsingar má finna hér.
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fólk með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi sem Heimastyrkur og Míró markþjálfun og ráðgjöf standa fyrir.
Námskeið ætlað 16 ára og eldri sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði, námi, félagsþátttöku og samskiptum.
Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum og félagsþátttöku.