Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ljósmæðurnar Hildur og Helga reka Ljósu. Báðar erum við  með áratuga reynslu sem ljósmæður. Ásamt því að reka Ljósu störfum við báðar á Fæðingarvakt Landspítalans. Báðar höfum við mikinn áhuga á öllu sem snýr að meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og lýðheilsu fjölskyldna.

Ljósa er ljósmæðraþjónusta sem býður upp á m.a. Sónarskoðanir, viðtöl, námskeið, hittinga, nálastungur og fleira. Bæði er boðið upp á 2D sónar og 3/4/5D sónar. Hægt er að koma hvenær sem er í 2D sónar en þrívíddarsónar er skemmtilegastur frá 28 viku. Bumbuhittingar hafa verið mjög vinsælir hjá okkur en þar koma saman konur sem eru á svipupum stað á meðgöngunni. Hittingurinn felur í sér fræðslu og spjall og tækifæri fyrir verðandi mæður að kynnast sín á milli og mynda jafnvel minni hópa í framhaldi. Fæðingarfræðslunámskeiðin eru einnig mjög vinsæl og höfum við verið með 1 námskeið í mánuði að meðaltali en fyrirséð að það þarf að auka það.

Við einsetja okkur að  veita einstaklingum og pörum persónulega þjónustu.