
Ljósmæðurnar Hildur og Helga reka Ljósu. Báðar erum við með áratuga reynslu sem ljósmæður. Ásamt því að reka Ljósu störfum við báðar á Fæðingarvakt Landspítalans. Báðar höfum við mikinn áhuga á öllu sem snýr að meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og lýðheilsu fjölskyldna.
Ljósa er ljósmæðraþjónusta sem býður upp á m.a. Sónarskoðanir, viðtöl, námskeið, hittinga, nálastungur og fleira. Bæði er boðið upp á 2D sónar og 3/4/5D sónar. Hægt er að koma hvenær sem er í 2D sónar en þrívíddarsónar er skemmtilegastur frá 28 viku. Bumbuhittingar hafa verið mjög vinsælir hjá okkur en þar koma saman konur sem eru á svipupum stað á meðgöngunni. Hittingurinn felur í sér fræðslu og spjall og tækifæri fyrir verðandi mæður að kynnast sín á milli og mynda jafnvel minni hópa í framhaldi. Fæðingarfræðslunámskeiðin eru einnig mjög vinsæl og höfum við verið með 1 námskeið í mánuði að meðaltali en fyrirséð að það þarf að auka það.
Við einsetja okkur að veita einstaklingum og pörum persónulega þjónustu.
Aðrar þjónustur

Seiglan
Seiglan er þjónustuúrræði fyrir einstaklinga á fyrstu stigum heilabilunarsjúkdóms.
-
- Föstudaga 09:00 - 12:00

Hlöðuloftið – sálfræðistofa
Sálfræðistofa fyrir börn og foreldra. CPS þjálfun fyrir foreldra og ADHD greiningar

Systir photography
Systir photography býður upp á alhliða ljósmyndun

Heilsuefling Siggu Gunnars
Heilsunudd og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð

Taktur sjúkraþjálfun
Taktur sjúkraþjálfun er stöð sem þjónustar fyrst og fremst fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma.

Hönd í hönd doula
Soffía Bæringsdóttir doula og fjölskyldufræðingur og Guðrún Björnsdóttir doula bjóða alhliða doulustuðning á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu.
-
- Miðvikudaga 09:00 - 16:00
- Föstudaga 09:00 - 16:00