Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Valgeir er lærður markþjálfi og CranioSacral meðferðaraðili. Hann hefur á síðustu árum lagt megináherslu á að vinna með fólk í gegnum meðhöndlun og samtöl.

Valgeir lærði markþjálfum hjá Evolvia og CranioSacral hjá Upledger Institution. Hann hefur lokið Advanced námskeiði hjá Upledger-stofnuninni og er nú fullgildur meðferðaraðili.

Valgeir hefur einnig lokið 1. áfanga hliðargreinar CST sem nefnist: Touching the brain.

CranioSacral hefur verið kallað á íslensku höfuðbeina-og spjaldhryggjarmeðferð en fyrst og síðast er verið að vinna með miðtaugakerfið og losun vefja sem geyma spennu vegna áfalla og áverka sem hlotist hafa á lífsleiðinni.

Valgeir hefur starfað sem aðstoðarkennari á Cranio-námskeiðum á vegum Uppedger stofnunarinnar og eins hjá Nuddskóla Íslands.