Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Á námskeiðinu leggjum við grunn að bættu sjálfstrausti og jákvæðri sjálfsmynd með aðferðum ADHD markþjálfunar.

Við ræðum starfsemi ADHD heilans.  Hvernig hann hefur áhrif á getu þína, ákvarðanir og gjörðir og kennum þér einfaldar leiðir til að yfirstíga hindranir og auka sjálfsþekkingu.  Við hægjum á, hlúum að og spornum gegn neikvæðum áhrifum álags, streitu og svefnerfiðleika með leiðum sem reynast hjálplegar til að róa taugakerfið m.a með Yoga Nidra.

 

Nánar
Hópurinn hittist í fjögur skipti. 

Þrisvar sinnum á þriðjudegi og einu sinni á sunnudegi. Þriðjudagstímarnir eru 2.5 klst og sunnudagstíminn sem jafnframt er síðasti tíminn er 4 klst með Yoga Nidra djúpslökun, útskrift og veglegum veitingum. 

Dagsetningar og tímasetningar 

Þriðjudagar 6. 13.  27. febrúar kl. 17:30 – 19:30
Sunnudagur 3. mars. kl. 12.00-16.00

Staðsetning:  Við hittumst í hlýlegu og fallegu umhverfi Lífsgæðasetursins í Hafnarfirði.

tölvupóstur       [email protected]

Fyrir hverja? 

Námskeiðið er fyrir konur á öllum aldri sem vilja beina athyglinni að styrkleikum sínum, takst á við  áskoranir og  skila skömminni. Námskeiðið hentar konum sem eru tilbúnar að deila eða læra af reynslu annarra kvenna.